Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. apríl 2018 18:05
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið West Ham og Stoke: Carroll og Lanzini á bekknum
Paul Lambert og lærisveinar í Stoke eru sex stigum frá öruggu sæti.
Paul Lambert og lærisveinar í Stoke eru sex stigum frá öruggu sæti.
Mynd: Getty Images
Klukkan 19 hefst leikur West Ham og Stoke í ensku úrvalsdeildinni en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

West Ham er með óbreytt lið frá 1-1 jafnteflinu gegn Chelsea.

Andy Carroll, sem hefur verið frá síðan í janúar vegna ökklameiðsla, er á bekknum. Einnig Manuel Lanzini sem hefur jafnað sig eftir meiðsli á hné.

Javier Hernandez er líka á bekknum þrátt fyrir að hafa skorað jöfnunarmarkið gegn Chelsea. Sam Byram, Pedro Obiang og Winston Reid eru allir enn fjarri góðu gamni hjá Hömrunum.

Stoke er enn án sóknarmannsins Maxim Choupo-Moting sem hefur verið að glíma við nárameiðsli og er ekki klár í slaginn. Kurt Zouma kemur inn í byrjunarlið Stoke.

West Ham er í fimmtánda sæti, sex stigum fyrir ofan fallsæti. Stoke er hinsvegar í 19. sæti, sex stigum fyrir neðan öruggt sæti. Stoke verður að vinna í kvöld til að eiga von um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu.

Byrjunarlið West Ham: Hart, Rice, Ogbonna, Cresswell, Zabaleta, (f) Noble, Kouyaté, Masuaku, Fernandes, Joao Mario, Arnautovic.

Byrjunarlið Stoke: Butland, Martins Indi, Zouma, Shawcross, Bauer, Ndiaye, Allen, Ramadan, Pieters, Shaqiri, Diouf.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner