mán 16. apríl 2018 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu mark Viðars í kvöld - „Of góður hópur fyrir svona klúður"
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson var á skotskónum í kvöld þegar lið hans Maccabi Tel Aviv tapaði fjórða leiknum í röð í ísraelsku úrvalsdeildinni.

Maccabi heimsótti Beitar í Jerúsalem og þurfti að sætta sig við 3-2 tap. Viðar skoraði annað mark Maccabi í upphafi seinni hálfleiks en myndband af því er hér að neðan.

Maccabi hefur tapað fjórum deildarleikjum í röð. Í samtali við Fótbolta.net í kvöld segir Viðar: „Við vorum í góðum málum þegar úrslitakeppnin byrjaði. Við töpuðum fyrsta leiknum klaufalega en síðan er tilkynnt að þjálfarinn sé að hætta. Svö töpum við aftur og þá hrynur allt saman."

Jordi Cruyff, þjálfari Maccabi, tilkynnti það í lok mars að hann myndi hætta eftir tímabilið. Hafði það svona mikil áhrif á Viðar og liðsfélaga hans?

„Það hafði klarlega einhver áhrif. En við erum að leka inn alltof mörgum mörkum. Siðan eru þetta allt úrslitaleikir. Öll liðin i úrslitakeppninni eru mjög góð."

„Við erum með alltof góðan hóp fyrir svona klúður," sagði Viðar jafnframt.

Maccabi er eiginlega búið að missa af meistaratitilinum þar sem liðið er 12 stigum á eftir toppliði Hapoel Be'er Sheva þegar sex umferðir eru eftir af úrvalsdeildinni í Ísrael.

Viðar Örn er líklega á förum í sumar eftir tvö ár hjá félaginu. Áhugi er á honum frá Englandi og Þýskalandi en Viðar er kominn með 20 mörk á þessari leiktíð í öllum keppnum.

Hér að neðan er 20 mark hans á tímabilinu sem kom í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner