Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. apríl 2018 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þvertekur fyrir að Tuchel sé búinn að semja í París
Hvaða félag er hann þá búinn að semja við?
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: Getty Images
Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG.
Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG.
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain tryggði sér í gær franska meistaratitilinn eftir 7-1 sigur á helstu keppinautum sínum í Mónakó.

Þrátt fyrir sigur í frönsku úrvalsdeildinni er gert ráð fyrir því að Spánverjinn Unai Emery muni ekki stýra liðinu á næstu leiktíð. Emery er með samning sem rennur út í sumar og sá samningur verður væntanlega ekki framlengdur.

Kröfurnar í frönsku höfuðborginni eru meiri. Liðið ætlaði sér að fara lengra en í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Fjölmiðlar, þá aðallega í Þýskalandi, hafa greint frá því að Thomas Tuchel, fyrrum stjóri Borussia Dortmund verði næsti stjóri PSG og að samkomulag sé nú þegar í höfn.

Tuchel á að vera búinn að semja við eitthvað félag sem hefur ekki enn verið tilgreint.

Forseti PSG svaraði spurningum frá Canal+ í gær og var þá spurður út í Tuchel. Er hann búinn að semja við PSG?

„Ef við værum búnir að semja við einhvern þá værum við búnir að tilkynna það," sagði Nasser Al-Khelaifi við Canal +.

„Í dag erum við með stjóra sem var á vellinum. Við erum hreinskilnir, við erum með stjóra sem vinnur með okkur, sem er með samning út þetta tímabil."

Það er spurning hvort eitthvað sé hægt að marka þetta en Tuchel hefur einnig verið orðaður við Arsenal og Chelsea.



Athugasemdir
banner
banner
banner