Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi-deildinni, var að vonum sáttur með 4-1 sigur liðsins á ÍA í kvöld, en hann skoraði tvö mörk og var valinn maður leiksins.
,,Þetta var virkilega sætti, við vorum náttúrulega bara að bíða eftir að skora fyrsta markið og við vorum ákveðnir í að vera rólegir og halda skipulagi. Við vissum að ef við myndum skora þá yrðu þeir hræddir," sagði Elfar Árni.
,,Svo skoruðum við loksins og þá komu nokkur í röð, svo heyrðum við að Eyþór hefði komist áfram í Eurovision, þannig það var allt í goody þarna. Það var mjög gaman að heyra og maður er bara mjög spenntur að koma heim og lesa um Eyþór okkar."
,,Ég er sáttur og ég spila með liðinu og þeir spila mér bara vel líka og ég er bara sáttur með mig og liðið líka. Ég skoraði þrjú í fyrra og búinn að jafna það strax, svo ég ætla að bæta í bara," sagði Elfar ennfremur.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir