Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fim 16. maí 2013 21:46
Brynjar Ingi Erluson
Ólafur Kristjánsson: Við reyndum og uppskárum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deildinni, var að vonum ánægður með sigur liðsins á ÍA í kvöld, er liðið náði að skora fjögur mörk á lokamínútum leiksins og vinna þar með 4-1.

,,Ég var bara mjög sáttur með hvernig leikurinn endaði, en ósáttur með einbeitingarleysið þegar Skagamenn skora markið. Mér fannst við vera búnir að ná ágætis tökum á leiknum eftir að þeir höfðu verið vel inni í honum og við það að þeir skora þá kemur upp sama staða og í Vestmannaeyjum."

,,Við ætluðum ekki að láta það trufla okkur heldur vera þolinmæðir og hamra á og komast í gegnum þá með spili á jörðinni ekki með endalausu boltanum á höfuðið á Kára og Ármanni."

,,Það kom mikill hraði með Ellert og Viggó kom geysilega klókur inn og hefur tekið stórstiga framförum. Bæði það að sjá áður en staðan kemur upp hvert hann getur sett boltann, á þrjár stungur og eina stoðsendingu og rólegur á boltanum."

,,Þessi margfrægi karakter hann er hæfileiki til að kafa djúpt þegar á móti blæs og hann kom þarna. Ég var í sjálfu sér ekki óánægður með leikinn úti í Eyjum og mér fannst karakterinn þar ekki bíða neina hnekki þó svo við höfum tapað og menn komu vel stemmdir,"
sagði Ólafur ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner