Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fim 16. maí 2013 21:46
Brynjar Ingi Erluson
Ólafur Kristjánsson: Við reyndum og uppskárum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deildinni, var að vonum ánægður með sigur liðsins á ÍA í kvöld, er liðið náði að skora fjögur mörk á lokamínútum leiksins og vinna þar með 4-1.

,,Ég var bara mjög sáttur með hvernig leikurinn endaði, en ósáttur með einbeitingarleysið þegar Skagamenn skora markið. Mér fannst við vera búnir að ná ágætis tökum á leiknum eftir að þeir höfðu verið vel inni í honum og við það að þeir skora þá kemur upp sama staða og í Vestmannaeyjum."

,,Við ætluðum ekki að láta það trufla okkur heldur vera þolinmæðir og hamra á og komast í gegnum þá með spili á jörðinni ekki með endalausu boltanum á höfuðið á Kára og Ármanni."

,,Það kom mikill hraði með Ellert og Viggó kom geysilega klókur inn og hefur tekið stórstiga framförum. Bæði það að sjá áður en staðan kemur upp hvert hann getur sett boltann, á þrjár stungur og eina stoðsendingu og rólegur á boltanum."

,,Þessi margfrægi karakter hann er hæfileiki til að kafa djúpt þegar á móti blæs og hann kom þarna. Ég var í sjálfu sér ekki óánægður með leikinn úti í Eyjum og mér fannst karakterinn þar ekki bíða neina hnekki þó svo við höfum tapað og menn komu vel stemmdir,"
sagði Ólafur ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner