Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deildinni, var að vonum ánægður með sigur liðsins á ÍA í kvöld, er liðið náði að skora fjögur mörk á lokamínútum leiksins og vinna þar með 4-1.
,,Ég var bara mjög sáttur með hvernig leikurinn endaði, en ósáttur með einbeitingarleysið þegar Skagamenn skora markið. Mér fannst við vera búnir að ná ágætis tökum á leiknum eftir að þeir höfðu verið vel inni í honum og við það að þeir skora þá kemur upp sama staða og í Vestmannaeyjum."
,,Við ætluðum ekki að láta það trufla okkur heldur vera þolinmæðir og hamra á og komast í gegnum þá með spili á jörðinni ekki með endalausu boltanum á höfuðið á Kára og Ármanni."
,,Það kom mikill hraði með Ellert og Viggó kom geysilega klókur inn og hefur tekið stórstiga framförum. Bæði það að sjá áður en staðan kemur upp hvert hann getur sett boltann, á þrjár stungur og eina stoðsendingu og rólegur á boltanum."
,,Þessi margfrægi karakter hann er hæfileiki til að kafa djúpt þegar á móti blæs og hann kom þarna. Ég var í sjálfu sér ekki óánægður með leikinn úti í Eyjum og mér fannst karakterinn þar ekki bíða neina hnekki þó svo við höfum tapað og menn komu vel stemmdir," sagði Ólafur ennfremur.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir