Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. maí 2014 11:34
Magnús Már Einarsson
Ágúst Örn í Selfoss á láni (Staðfest)
Ágúst Örn Aranrson.
Ágúst Örn Aranrson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss hefur fengið framherjann Ágúst Örn Arnarson á láni frá Fjölni.

Ágúst Örn er nýkominn heim eftir að hafa verið í skóla í Bandaríkjunum í vetur.

Ágúst skoraði tvö mörk í ellefu leikjum með Fjölni í fyrstu deildinni í fyrra en hann lék einnig með liðinu sumarið 2012.

Þessi 22 ára gamli leikmaður er uppalinn hjá Breiðabliki en hann lék einnig með Fjaraðbyggð sumarið 2009.

Selfyssingar heimsækja Víking Ólafsvík í annarri umferðinni í 1. deild karla á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner