Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 16. maí 2016 17:11
Ívan Guðjón Baldursson
1. deild kvenna: HK/Víkingur byrjar á sigri
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Tveimur leikjum var að ljúka í 1. deild kvenna þar sem HK/Víkingur hafði betur gegn KH á meðan Þróttur R. gerði jafntefli við Skínanda.

Viðureign HK/Víkings og KH var tæp þar sem leikurinn var jafn alveg fram að lokakaflanum, þegar Isabellu Evu Aradóttur tókst að koma heimamönnum yfir á 86. mínútu.

Björk Gunnarsdóttir gerði fyrsta og síðasta mark leiksins í 3-1 sigri í 1. umferð A-riðilsins.

Þróttur R. gerði þá 1-1 jafntefli við Skínanda. Þróttur komst yfir með marki frá Höllu Maríu Hjartardóttur í fyrri hálfleik en Elín Helga Ingadóttir jafnaði fyrir Garðbæinga í síðari hálfleik.

HK/Víkingur 3 - 1 KH
1-0 Björk Gunnarsdóttir ('6)
1-1 Eygló Þorsteinsdóttir ('35)
2-1 Isabella Eva Aradóttir ('86)
3-1 Björk Gunnarsdóttir ('92)

Þróttur R. 1 - 1 Skínandi
1-0 Halla María Hjartardóttir ('27)
1-1 Elín Helga Ingadóttir ('79)
Athugasemdir
banner
banner
banner