Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 16. maí 2016 16:19
Elvar Geir Magnússon
3. deild: Reynir og Tindastóll töpuðu óvænt
Ottó Marinó skoraði fyrir Vængina í dag.
Ottó Marinó skoraði fyrir Vængina í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þremur leikjum í 1. umferð 3. deildarinnar er lokið í dag og óhætt að segja að úrslitin séu athyglisverð.

Reynir Sandgerði og Tindastóll, liðin sem spáð er efstu tveimur sætunum, töpuðu bæði. Reynir steinlá fyrir Víði sem spáð er 6. sæti og Tindastóll tapaði gegn liðinu sem spáð er neðsta sæti, Vængjum Júpiters.

Káramenn fara hinsvegar af stað með krafti en þeir rúlluðu yfir KFS.

Deildin hófst á laugardag þegar Einherji vann KFR á útivelli.

Vængir Júpiters 3 - 1 Tindastóll
0-1 Óskar Smári Haraldsson (víti 20')
1-1 Ottó Marinó Ingason ('45)
2-1 Daníel Þór Ágústsson ('49)
3-1 Júlíus Orri Óskarsson ('75)

Kári 5 - 1 KFS
Mörk Kára: Jón Björgvin Kristjánsson, Fjalar Örn Sigurðsson, Arnar Freyr Sigurðsson, Óliver Darri Bergmann Jónsson og Tryggvi Hrafn Haraldsson úr víti.
Mark KFS: Tryggvi Guðmundsson.

Reynir Sandgerði 0 - 3 Víðir
0-1 Milan Tasic
0-2 Helgi Þór Jónsson
0-3 Róbert Örn Ólafsson

Á laugardag:

KFR 1 - 2 Einherji
1-0 Milan Djurovic
1-1 Todor Hristov
1-2 Todor Hristov
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner