mán 16. maí 2016 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Arnór Ingvi spáir í leiki 4. umferðar
Landsliðsmaðurinn, Arnór Ingvi spáir í 4. umferð Pepsi-deildarinnar.
Landsliðsmaðurinn, Arnór Ingvi spáir í 4. umferð Pepsi-deildarinnar.
Mynd: Getty Images
Skorar Damir með skalla?
Skorar Damir með skalla?
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fjórða umferðin í Pepsi-deild karla hefst með látum í kvöld þegar þrír leikir eru á dagskrá.

Henni lýkur síðan annað kvöld með öðrum þremur leikjum.

Ólsarinn, Gunnar Sigurðarson var með fjóra rétta þegar hann spáði í Pepsi-deildina í síðustu umferð.

Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður og nýjasti leikmaður Rapid Vín spáir í leikina í 4. umferðinni.

Fylkir 2 - 1 ÍBV (í dag 17:00)
Fylkir eru búnir að vera í smá basli, en ég hef trölla trú á þeim að þeir nái í sinn fyrsta sigur og fyrstu stig þetta sumarið. Fylkir tekur þetta 2-1. Gætum fengið að sjá nokkur spjöld líta dagsins ljós.

FH 3 - 1 Fjölnir (í kvöld 19:15)
FH eru og hafa alltaf verið frekar solid en töpuðu fyrir KR í seinustu umferð. FH-ingar eru með mann sem heitir Emil Pálsson, hann verður allt í öllu í þessum leik og klárar þetta fyrir þá.

Víkingur Ó. 1 - 0 ÍA (í kvöld 20:00)
Skaginn eru ekki búnir að sýna sínar bestu hliðar en náðu í sigur í seinasta leik. Víkingur hafa hins vegar verið sterkir. Þetta verður leikur sem mun ekki bjóða upp á mikla skemmtun en Víkingur frá Ólafsvík fara með sigur af hólmi 1-0.

Þróttur R. 0 - 2 Breiðablik (á morgun 19:15)
Leiðinda fréttir fyrir góð vin minn og markamaskínu Þróttar Emil Atlason, þeir eru brothættir og Blikar setja mark snemma sem Damir skallar inn eftir horn. Andri Yeoman hleypur jafn mikið og það blæs á Akranesi og setur eitt.

Víkingur R. 1 - 1 Valur (á morgun 19:15)
Bæði lið hafa ekki byrjað þetta mót eins og þau hefðu viljað. Vikingur er með Gary Martin sem hrekkur í gang og setur sitt fyrsta mark. En það dugar ekki til þar sem Valur jafnar frekar seint í leiknum.

KR 1 - 2 Stjarnan (á morgun 20:00)
Stórleikur umferðarinnar. Þetta er leikur sem ég á erfitt með að spá fyrir en ég ætla að segja að Stjarnan taki þetta 1-2.

Fyrri spámenn:
Gunnar Sigurðarson (4 réttir)
Guðni Th. Jóhannesson (3 réttir)
Tryggvi Guðmundsson (2 réttir)

Sjáðu stöðuna í deildinni hér að neðan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner