mán 16. maí 2016 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Borgarstjóri Manchester æfur: Einhver þarf að axla ábyrgð
Auk þess að vera borgarstjóri er Lloyd æðsti maður lögreglunnar í Manchester og veit því vel um hvað hann er að tala.
Auk þess að vera borgarstjóri er Lloyd æðsti maður lögreglunnar í Manchester og veit því vel um hvað hann er að tala.
Mynd: Getty Images
Tony Lloyd er borgarstjórinn í Manchester og er vægast sagt æfur yfir því klúðri sem átti sér stað þegar Manchester United átti að mæta Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Leiknum var frestað vegna gervisprengju sem fannst á leikvanginum skömmu fyrir leik. Sprengjan var afar raunveruleg í útliti en hún hafði gleymst eftir viðbragðsæfingu á vegum einkafyrirtækis.

„Það er svívirðilegt að þetta ástand hafi skapast. Það þarf að rannsaka þetta mál ítarlega á næstu dögum til að finna út hvernig þetta gerðist, hvers vegna þetta gerðist og hver þarf að axla ábyrgð. Einhver þarf að axla ábyrgð," sagði Lloyd alvarlegur.

„Þessi mistök sköpuðu mikil vandræði fyrir þann mikla fjölda stuðningsmanna sem gerðu sér ferð hvaðanæva af landinu til að ná leiknum. Þá raskaði þetta starfi lögreglunnar og sprengjuleitarsveit hersins auk þess að þetta setti tugi þúsunda áhorfenda í hættu. Það er langt frá því að vera hættulaust að rýma tugi þúsunda af leikvangi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner