Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 16. maí 2016 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Havard Nordtveit til West Ham (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Greint var frá því fyrir tveimur mánuðum að norski miðjumaðurinn Håvard Nordtveit væri á leið í enska boltann.

Nordtveit, sem verður samningslaus í sumar eftir að hafa verið mikilvægur partur af öflugu liði Borussia Mönchengladbach undanfarin ár, gengur til liðs við West Ham þar sem hann mun berjast við Cheikhou Kouyate um byrjunarliðsstöðu.

Nordtveit var orðaður við West Ham, Liverpool og Arsenal þegar hann tilkynnti að hann væri á leið í enska boltann.

Nordtveit gæti spilað með Hömrunum í Evrópudeildinni á næsta tímabili ef Manchester United vinnur bikarúrslitaleikinn gegn Crystal Palace á laugardaginn.

Miðjumaðurinn skrifaði undir fimm ára samning við félagið, til sumarsins 2021.
Athugasemdir
banner
banner
banner