Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   mán 16. maí 2016 23:33
Elvar Geir Magnússon
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Hvað ætli sé að í Árbænum?
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Það erl ítið að frétta í Lautinni.
Það erl ítið að frétta í Lautinni.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Er heitt undir Hermanni?
Er heitt undir Hermanni?
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það hefur verið erfitt fyrir stuðningsmenn Fylkis að horfa upp á byrjun liðsins í Pepsi-deildinni.
Það hefur verið erfitt fyrir stuðningsmenn Fylkis að horfa upp á byrjun liðsins í Pepsi-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fyrirsögnin er tilvísun í einn dáðasta son Árbæjar, landsliðsmiðvörðinn Ragnar Sigurðsson.

„Hvað ætli sé að í Árbænum? Nei mér dettur ekkert i hug..." skrifaði Ragnar, sem lætur alla jafna lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum, á Twitter í kvöld eftir að Fylkir tapaði 0-3 fyrir ÍBV á heimavelli.

Ég fór á leikinn sem áhorfandi og ég verð að segja að sú neikvæðni sem ríkti meðal stuðningsmanna Fylkis og það stemningsleysi sem var á vellinum meðal heimamanna kom mér á óvart.

Byrjun Fylkis er sú versta í sögu Fylkis í efstu deild. Ekkert stig og aðeins eitt mark skorað í fyrstu fjórum leikjunum. Liðið hefur hreinlega verið slakt í þessum leikjum og ekki átt neitt meira skilið. Sóknarleikurinn hefur verið fyrirsjáanlegur, uppspilið hreinlega lélegt.

Sito, sem átti að vera lykilmaður í sóknarleiknum, hefur ekki byrjað mótið. Ég auglýsi eftir honum og fleiri leikmönnum Árbæjarliðsins.

Hermann Hreiðarsson hefur ekki það fylgi meðal stuðningsmanna í Árbænum sem ég hélt miðað við heimsókn mína þangað. Þetta sést líka meðal stuðningsmanna Fylkis á Twitter sem meðal annars eru farnir að setja inn myndir af brennandi stól. Tölfræðin lýgur ekki og stigasöfnun liðsins hefur ekkert batnað síðan hann tók við nema síður sé.

Hegðun Hermanns í garð stjórnarmanns ÍBV hefur einnig vakið upp spurningar en Anton Brink hjá 365 náði þessum athyglisverðu myndum. Eru þetta rétt viðbrögð við mótlæti?

Hermann er frábær karakter fyrir deildina og gefur henni lit en hans hlýtur að bíða ákveðinn úrslitaleikur gegn ÍA í næstu umferð, gegn öðru liði sem sýndi arfadapra frammistöðu í dag.

„Það er „lonely" á botninum. Maður verður að finna út úr því hvað er að. Það eru 2.000... eða milljón manns með svörin sko. Ég er hérna allavega, þá ætla ég að finna svörin. Maður setur sjálfan sig undir pressu," sagði Hermann eftir leikinn í kvöld.

Það verður að setja spurningamerki við þá ákvörðun að fá Garðar Jóhannsson sem aðstoðarþjálfara Hermanns. Garðar veit mikið um fótbolta en er reynslulaus þjálfari og er settur við hlið reynslulítils þjálfara sem á margt ósannað.

Komum að markvörslunni. Ólafi Íshólm Ólafssyni, ungum uppöldum markverði, er greinilega ekki treyst. Að þessi mál hafi ekki verið leyst í vetur er furðulegt. Eftir fyrsta leik er honum kastað til hliðar fyrir yngri mann, 19 ára enskum markverði sem kemur á láni þar til um miðjan júnímánuð.

Sá markvörður hefur alls ekki verið sannfærandi í þeim þremur leikjum sem hann hefur spilað. Gerði hrikalega illa í öðru marki Eyjamanna í kvöld. Spennandi að sjá hver muni standa í rammanum gegn ÍA?

Íslandsmótið er stutt og strax bíður Fylki úrslitaleikur í næsta leik. Sjálfstraustið innan hópsins er augljóslega langt frá því að vera nægilega gott. Það má ekki búast við flottum fótbolta á Akranesi næsta laugardag en líklega verður hægt að nota setninguna: „Þá langaði meira í sigurinn".

Það hafa verið gerð mistök í Árbænum og eina leiðin til að vinna sig til baka er að játa þau og horfa fram á veginn. Finna út hvað betur mætti fara. Það eru svo sannarlega hæfileikar í þessum leikmannahópi til að safna stigum og klifra upp töfluna.

Takið laugardaginn frá. Mæli með bíltúr á Skagann. Þar verður barist... ef allt er eðlilegt allavega.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner