Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 16. maí 2016 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Landsliðsmarkvörður Brasilíu á leið til Roma
Alisson var í byrjunarliði Brasilíu gegn Perú í undankeppni fyrir HM 2018.
Alisson var í byrjunarliði Brasilíu gegn Perú í undankeppni fyrir HM 2018.
Mynd: Getty Images
Hinn 23 ára gamli Alisson Becker fer í læknisskoðun hjá AS Roma á morgun samkvæmt Gianluca Di Marzio, sem er einn virtasti fótboltafréttamaður Ítalíu.

Alisson er brasilískur markvörður sem á þrjá landsleiki að baki og er í 23 manna hóp Brasilíu sem keppir í Suður-Ameríku bikarnum í sumar.

Samkvæmt Di Marzio lendir Alisson í ítölsku höfuðborginni á morgun, fer í læknisskoðun og skrifar svo undir samninginn.

Þetta setur stöðu Wojciech Szczesny í vafa en hann átti gott tímabil með Roma á láni frá Arsenal og bjóst við að vera áfram á láni hjá ítalska félaginu á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner