Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. maí 2016 19:03
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Aron Elís kom inn af bekknum og lagði upp
Aron Elís Þrándarson lagði upp jöfnunarmarkið.
Aron Elís Þrándarson lagði upp jöfnunarmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elís Þrándarson kom inná á 70. mínútu og lagði upp jöfnunarmark Álasundar gegn Start átta mínútum síðar.

Hannes Þór Haraldsson átti góðan leik í marki Bodo/Glimt sem lagði Tromsö að velli. Aron Sigurðarson byrjaði í liði Tromsö en var skipt útaf á 65. mínútu.

Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson léku allan leikinn fyrir topplið Rosenborg sem sigraði Lilleström og er með fimm stiga forystu eftir ellefu umferðir. Guðmundur Þórarinsson kom af bekknum fyrir Rosenborg en Árni Vilhjálmsson sat allan tímann á bekknum hjá Lilleström.

Eiður Smári Guðjohnsen spilaði þá síðari hálfleikinn fyrir Molde gegn Odd Grenland en tókst ekki að skora og tapaði Molde leiknum 2-0. Elías Már Ómarsson lék síðari hálfleikinn fyrir Vålerenga gegn Haugesund en tókst ekki að koma í veg fyrir 1-0 tap.

Rosenborg 2 - 1 Lilleström
1-0 C. Gytkjær ('23)
2-0 A. Konradsen ('48)
2-1 F. Kippe ('85)

Álasund 1 - 1 Start
0-1 C. Nwakali ('65)
1-1 E. Skagestad ('78)

Odd 2 - 0 Molde
1-0 D. Occean ('60)
2-0 R. Zekhnini ('71)

Tromsö 1 - 2 Bodo/Glimt
0-1 M. Jevtovic ('64)
1-1 T. Olsen ('74)
1-2 M. Jevtovic ('77)

Vålerenga 0 - 1 Haugesund
0-1 S. Ibrahim ('18)
Athugasemdir
banner
banner
banner