Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 16. maí 2016 21:53
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-deildin: Ólsarar á toppinn eftir öruggan sigur
William Dominguez gerði fyrsta mark leiksins.
William Dominguez gerði fyrsta mark leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Víkingur Ólafsvík 3 - 0 ÍA
1-0 William Dominguez da Silva ('5)
2-0 Hrvoje Tokic ('38)
3-0 Aleix Egea Acame ('83)
Nánar um leikinn

Leikir dagsins í Pepsi-deild karla hafa einkennst af mörkum snemma leiks og var viðureign Ólafsvíkinga gegn ÍA ekki frábrugðin því heimamenn voru komnir yfir strax á fimmtu mínútu.

Alfreð Már Hjaltalín sendi þá boltann á William Dominguez sem skoraði laglegt mark. Liðin skiptust á að sækja í fyrri hálfleik og tvöfaldaði Hrvoje Tokic forystu heimamanna með skalla eftir laglega fyrirgjöf frá Pape Mamadou Faye. Þetta var fjórða mark Tokic í þremur fyrstu leikjum Íslandsmótsins.

Skagamenn mættu grimmari til leiks í síðari hálfleik og fengu vítaspyrnu snemma. Garðar Bergmann Gunnlaugsson steig á vítapunktinn en Einar Hjörleifsson í marki Ólsara varði vítið og frákastið.

Vítaklúðrið hafði ekki góð áhrif á Skagamenn sem voru á afturfætinum út leikinn og bætti Aleix Egea Acame þriðja marki heimamanna við á 83. mínútu og gerði þar með endanlega út um leikinn.

Víkingur er í efsta sæti Pepsi-deildarinnar með tíu stig eftir fjórar umferðir. ÍA er neðarlega með þrjú stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner