Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. maí 2016 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
PSG vill Lukaku og Martial
Powerade
Er Lukaku rétti maðurinn til að leiða sóknarlínu félags sem stefnir á að sigra Meistaradeildina?
Er Lukaku rétti maðurinn til að leiða sóknarlínu félags sem stefnir á að sigra Meistaradeildina?
Mynd: Getty Images
Verður Rafa Benitez áfram hjá Newcastle í Championship deildinni?
Verður Rafa Benitez áfram hjá Newcastle í Championship deildinni?
Mynd: Getty Images
Mun Wenger opna budduna í sumar?
Mun Wenger opna budduna í sumar?
Mynd: Getty Images
Griezmann myndi aldrei fara til Real.
Griezmann myndi aldrei fara til Real.
Mynd: Getty Images
BBC er búið að taka saman það helsta úr slúðrinu og gera fínasta pakka úr því á öðrum degi í hvítasunnu. Mikið stjóratal er í pakka dagsins.

Það er mest að frétta í kringum PSG sem er talið vilja ljúka stærstum hluta sumarviðskiptanna fyrir Evrópumótið í heimalandinu.



PSG vill fá Romelu Lukaku frá Everton og Everton vill Saido Berahino frá West Brom til að fylla í skarð Lukaku, skildi hann fara. (The Sun)

PSG vill einnig fá Anthony Martial og ætlar að bjóða 60 milljónir punda í hann. Martial er 20 ára gamall og var keyptur til Manchester United síðasta sumar. (L'Equipe)

Dean Sturridge, leikmaður Derby County og frændi Daniel Sturridge, telur að Christian Benteke verði ekki áfram hjá Liverpool á næsta tímabili. (NBC)

Everton vill endurráða David Moyes ef félaginu tekst ekki að krækja í Frank de Boer, fyrrverandi stjóra Ajax. (Daily Express)

Rafael Benitez hitti Mike Ashley, eiganda Newcastle, í fyrsta sinn eftir 5-1 sigur á Tottenham á lokadegi úrvalsdeildarinnar. Samningsviðræður eru í gangi þar sem félagið vill ólmt halda Rafa við stjórnvölinn. (Times)

Southampton vill halda Ronald Koeman við stjórnvölinn hjá sér eftir gott tímabil, en Koeman á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og segist ekki ætla að skrifa undir nýjan samning nema hann fái að nota væna fúlgu fjárs í leikmannakaup í sumar. (Daily Mail)

Zlatan Ibrahimovic segist vera búinn að ákveða næsta áfangastað sinn en neitar að gefa út hver hann er. (beIN Sports)

Arsene Wenger vill bæta þremur leikmönnum við hópinn fyrir næsta tímabil. (Daily Star)

Stan Kroenke, meirihlutaeigandi í Arsenal, ætlar að gefa Wenger algjört frelsi á leikmannamarkaðinum í sumar þar sem honum verða engar fjárhagslegar skorður settar. (London Evening Standard)

Hinn 24 ára gamli Andros Townsend, sem féll með Newcastle í vor, verður valinn framyfir Jermain Defoe í landsliðshóp Englendinga fyrir EM. (Daily Mirror)

Radamel Falcao snýr aftur til Monaco þegar lánssamningur hans við Chelsea rennur út, samkvæmt varaforseta félagsins, Vadim Vasilyev. (Goal.com)

Atletico Madrid og Antoine Griezmann eru í samningsviðræðum og er franski sóknarmaðurinn búinn að gefa það út að hann myndi aldrei hugsa sér að ganga til liðs við erkifjendurna í Real Madrid. (FourFourTwo)

Guus Hiddink, fráfarandi stjóri Chelsea, telur Antonio Conte, sem tekur við Chelsea eftir EM, eiga heljarinnar verk fyrir höndum sér að koma Chelsea aftur meðal bestu liða Englands. (Times)

Stuðningsmaður Manchester United flaug alla leið frá Síerra Leóne til að horfa á síðasta deildarleik Rauðu djöflanna gegn Bournemouth sem þurfti svo að fresta vegna gervisprengju. Stuðningsmenn Man Utd tóku sig saman í kjölfarið og eru búnir að redda stuðningsmanninum miða á bikarúrslitaleikinn gegn Crystal Palace á laugardaginn. (Daily Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner