Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 16. maí 2016 22:35
Ívan Guðjón Baldursson
Ranieri besti stjórinn á Englandi
Mynd: Getty Images
Það kom engum á óvart þegar samtök knattspyrnustjóra á Englandi völdu Claudio Ranieri sem besta stjóra ársins á Englandi.

Ranieri var einnig kjörinn besti stjóri úrvalsdeildarinnar og fékk samkeppni um titilinn knattspyrnustjóri ársins frá Chris Hughton, stjóra Brighton, Gary Caldwell, stjóra Wigan, og Chris Wilder, nýráðins stjóra Sheffield United.

Hughton var kjörinn besti stjóri Championship deildarinnar enda gríðarlega óheppinn að koma Brighton ekki beint upp í úrvalsdeildina á markatölu.

Caldwell var bestur í C-deildinni, þar sem hann stýrði Wigan í toppsætið, og Wilder í D-deildinni, þar sem hann stýrði Northampton í toppsætið með þrettán stiga forystu.

„Ítalska taktíkin og enska hjartað voru lykillinn að þessari velgengni," er haft eftir Ranieri.
Athugasemdir
banner
banner
banner