mán 16. maí 2016 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Shearer: Arsenal góðir í að vinna leiki sem skipta engu máli
Mynd: Getty Images
Arsenal endaði í 2. sæti deildarinnar í fyrsta skipti í rúman áratug en þrátt fyrir það hafa óánægjuraddir innan félagsins sjaldan verið jafn háar.

Á tímabili þar sem öll stærstu liðin misstigu sig tókst Arsenal ekki að halda í við Leicester City í toppbaráttunni og rétt náði 2. sæti deildarinnar af Tottenham á lokasprettinum.

Alan Shearer segir að gæðin séu vissulega til staðar innan félagsins, en gæði séu einfaldlega ekki nóg ef það vantar andlegan styrk og baráttu.

„Eins og ég hef sagt síðustu ár þá hefur Arsenal hæfileikana en það vantar andlega styrkinn og baráttuhjartað," sagði Shearer á BBC.

„Þeir eru góðir í því að vinna leiki sem skipta engu máli. Það vantar hjartað þegar það skiptir máli."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner