Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
   mán 16. maí 2016 11:40
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Þorsteinn Joð matreiðir EM: Þetta er þjóðarútkall
Umsjónarmenn EM-umfjöllunar Símans ásamt Gumma Ben sem lýsir öllum helstu leikjunum.
Umsjónarmenn EM-umfjöllunar Símans ásamt Gumma Ben sem lýsir öllum helstu leikjunum.
Mynd: Skjár Einn
Þorsteinn Joð Vilhjálmsson.
Þorsteinn Joð Vilhjálmsson.
Mynd: icelandicfilms.info
Sjónvarpsmaðurinn reynslumikli Þorsteinn Joð Vilhjálmsson sér um að matreiða Evrópumót landsliða heim í stofu Íslendinga í sumar. Nú er tæplega mánuður í að Ísland leikur sinn fyrsta leik á mótinu.

„Ég heyrði fyrst í Pálma Guðmundssyni sjónvarpsstjóra á Skjánum fyrir tveimur árum. Þá voru þeir að kaupa réttinn á mótinu. Svo dettur Ísland inn og þá er þetta bara þjóðarútkall, eins og herkvaðning," segir Þorsteinn Joð í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu.

Mótið verður sýnt á tveimur rásum, SkjáEinum og Síminn Sport.

„Það er allt sem gerist í kringum leikinn sem mér finnst áhugaverðast. Umgjörðin í kringum þetta er Gamla bíó og Petersen svalirnar eru stúdíóið, líka svítan sjálf og bíóið niðri. Síðan erum við í Fan-Zone á Ingólfstorgi, Frakklandi, Hvassaleyti og bara þar sem stemningu er að finna. Í mínum huga verður þetta eins og Super Bowl upphitun í 30 daga."

10. júní er opnunarleikur EM og þá fer allt af stað hjá Þorsteini Joð og hans liði.

„Það eru engir undirbúningsþættir eða eitthvað slíkt, 10. júní byrjum við með tveggja tíma útsendingu. Það er alltaf tveggja tíma upphitun fyrir leiki Íslands og eftir leikina er dagskráin eins lengi og við höfum úthald til. Við þurfum ekkert að víkja fyrir Táknmálsfréttum eða öðru efni sem er að trufla. Það er bara þetta," segir Þorsteinn.

Hann ætlar að hafa fjölbreytt úrval gesta og sérfræðinga.

„Það verður stór hópur manna í kringum það og mismundandi sérfræðingar eftir leikjum. Þetta verður ekki eins og við þekkjum þar sem eru kannski tveir menn oft að tala um sömu hlutina. Mér finnst tímabært að stækka aðeins hringinn. Þetta verður mikið álag á mannskapinn."

Hugrún Halldórsdóttir og Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir verða með þátt á kvöldin sem heitir EM á 30 mínútum.

„Þar er er allt það heitasta frá deginum. Allt frá Twitter, Instagram, Snapchat og ég veit ekki hvað. Þetta eru fjórir umsjónarmenn í kringum þetta; ég og Pétur Marteinsson og svo Hugrún sem er fréttamaður og Sigríður Þóra sem eru dagskrárgerðarmaður. Ég vildi fá þær inn því þær eru ekki fótboltamenn og koma með allt aðra vinkla," segir Þorsteinn.

Gummi Ben mun lýsa öllum helstu leikjum mótsins en Síminn fékk hann á lánssamningi frá 365.

„Sem betur fer gengu samningar eftir og ég held að þetta sé fyrsti lánssamningur sögunnar í íslenskum fjölmiðlum. Ég hefði ekki getað ímyndað mér neinn annan en Gumma Ben í þulum á þessum leikjum. Þetta á svolítið að vera hans mót," segir Þorsteinn en alls mun Gummi lýsa yfir 20 leikjum.

Hlustaðu á viðtalið við Þorstein í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

ATHUGIÐ! Þið getið hlustað á boltaumræðuna í gegnum Podcast
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner