mán 16. maí 2016 20:10
Ívan Guðjón Baldursson
Zlatan sagður hafa fengið tilboð frá Man Utd
Mynd: Getty Images
Samkvæmt fregnum frá Frakklandi er Manchester United búið að bjóða Zlatan Ibrahimovic eins árs samning.

Zlatan tilkynnti nýlega að hann væri búinn að ákveða sinn næsta áfangastað. Svíinn vill þó ekki gefa upp hvert för hans er heitið, en Man Utd er meðal félaga sem hafa verið orðuð sterklega við hann auk Los Angeles Galaxy og AC Milan.

Mohamed Bouhafsi, fréttamaður hjá RMC, greindi frá samningstilboði Rauðu djöflanna en Bouhafsi er fréttamaðurinn sem var fyrstur að greina frá félagsskiptum Anthony Martial síðasta sumar.

Bouhafsi segir Man Utd vera eina félagið sem er reiðubúið að greiða sömu laun til framherjans og PSG hefur gert undanfarin ár.

Ef þetta reynist rétt þá er líklegt að Louis van Gaal verði látinn fara vegna þess að samband hans og Zlatan var langt frá því að vera gott þegar Svíinn spilaði undir hans stjórn hjá Ajax á sínum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner