Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   þri 16. maí 2017 10:25
Elvar Geir Magnússon
Lið 3. umferðar: Úrvalsþrenna Hallgríms
Hallgrímur Mar byrjar tímabilið stórkostlega og hefur verið í úrvalsliðinu allar þrjár umferðirnar.
Hallgrímur Mar byrjar tímabilið stórkostlega og hefur verið í úrvalsliðinu allar þrjár umferðirnar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þriðju í Pepsi-deildinni lauk í gærkvöldi. Eftir hverja umferð opinberum við úrvalslið sem sett er saman eftir áliti fréttaritar okkar á völlunum.

Ejub Purisevic, þjálfari Ólafsvíkinga, er þjálfari umferðarinnar. Hann mætti til Grindavíkur og lokaði algjörlega á ferska nýliðana og landaði óvæntum 2-0 útisigri. Mikilvægt fyrir Víkingana að vera komnir á blað.

Maður leiksins var Alonso Sanchez sem lék á miðjunni.


KA heldur áfram á flugi en liðið vann Fjölni. Þrír leikmenn KA eru í úrvalsliðinu, þar á meðal Hallgrímur Mar Steingrímsson sem er búinn að vera í liðinu allar þrjár umferðirnar. Hann fær félagsskap frá Srdjan Rajkovic og Aleksandar Trninic.

Blikar eru enn á botninum eftir tap gegn Stjörnunni. Guðjón Baldvinsson og Brynjar Gauti Guðjónsson skoruðu báðir fyrir Garðabæjarliðið í 3-1 sigri.

Sindri Snær Magnússon var fyrirliði hjá ÍBV sem vann gríðarlega mikilvægan sigur gegn Víkingi Reykjavík í Vestmannaeyjum og Óskar Örn Hauksson og Morten Beck eru fulltrúar KR eftir sigur gegn ÍA.

Stórleikur Vals og FH endaði með jafntefli. Einar Karl Ingvarsson er fulltrúi Vals og Steven Lennon er fulltrúi FH.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner