Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. maí 2017 20:50
Stefnir Stefánsson
Bikarinn: Ægir sló Þór úr leik eftir vítaspyrnukeppni
Friðjón Magnússon, varnarmaður Ægis, hreinsar í leiknum í kvöld.
Friðjón Magnússon, varnarmaður Ægis, hreinsar í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór 0-0 Ægir
3-5 eftir vítaspyrnukeppni
0-1 David Sinclair
1-1 Kristján Örn Sigurðsson
1-2 Aco Pandurevic
2-2 Ármann Pétur Ævarsson
2-3 Jonathan Hood
3-3 Gunnar Örvar Stefánsson
3-4 Gunnar Bent Helgason
3-4 Orri Sigurjónsson (misnotað víti)
3-5 Þorkell Þráinsson

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Þór tók á móti Ægi á Þórsvelli í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla í kvöld.

Fyrstu deildarlið Þórs var í stökustu vandræðum með sprækt lið Ægis sem leikur í þriðju deild í sumar.

Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og því var framlengt. Ekkert mark var skorað í framlengingu og þurfti því vítaspyrnukeppni til að fá úr skorið hvort liðið færi áfram í 16-liða úrslit.

David Sinclair steig fyrstur á punktinn fyrir Ægi og skoraði úr spyrnunni. Kristján Örn svaraði úr næstu spyrnu fyrir heimamenn.

Aco Pandurevic og Ármann Pétur Ævarsson skoruðu báðir úr sínum spyrnum og staðan því 2-2. Það gerðu Jonathan Hood og Gunnar Örvar Stefánsson einnig og enn var allt jafnt 3-3.

Gunnar Bent Helgason kom gestunum í 4-3 þegar hann skoraði úr sinni spyrnu. Þá var röðin komin að Orra Sigurjónssyni en hann lét Magnús Kristófer Andersson sem kom nýverið á láni til Ægis frá Haukum verja frá sér.

Þorkell Þráinsson fékk það verkefni að skjóta Ægi inn í 16-liða úrslit Borgunarbikarsins, sem hann gerði og Ægir verða því í pottinum þegar dregið verður næst á meðan Þórsarar sitja eftir með sárt ennið.
Athugasemdir
banner
banner
banner