Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. maí 2017 19:15
Stefnir Stefánsson
Pepsi kvenna: ÍBV skellti Grindavík suður með sjó
Kristín Erna skoraði tvívegis fyrir ÍBV
Kristín Erna skoraði tvívegis fyrir ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Grindavík 0-4 ÍBV
0-1 Katie Kraeutner ('2)
0-2 Kristín Erna Sigurlásdóttir ('41)
0-3 Kristín Erna Sigurlásdóttir ('55)
0-4 Cloé Lacasse ('63)

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn.

Leik Grindavíkur og ÍBV í Pepsi-deild kvenna var að ljúka rétt í þessu. Leikurinn byrjaði heldur betur fjöruglega því að strax á annari mínútu leiksins dróg til tíðinda. Chloe Lacasse fann Katie Kraeutner eina í gegn sem að renndi boltanum í stöngina og inn 1-0 fyrir gestina.

Á fertugustu mínútu fengu heimamenn dauðafæri þegar að skot Carolina hafnaði í slánni og niður, Ísabel náði frákastinu en henni brást bogalistin þegar hún setti boltann framhjá fyrir opnu marki.

Aðeins mínútu síðar refsuðu gestirnir og þar var að verki Kristín Erna Sigurlásdóttir eftir að skot hennar var varið og hún náði sjálf frákastinu 2-0 var staðan fyrir gestina í hálfleik.

Þegar aðeins tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var lét Kristín Erna aftur til sín taka þegar hún kláraði fyrirgjöf Ingibjörgu Lúciu Ragnarsdóttur vel af stuttu færi.

Það var síðan Chloe Lacasse sem að gerði endanlega út um leikinn þegar hún skoraði fjórða mark gestana með frábæru einstaklingsframtaki. 4-0 urðu lokatölur.

Athugasemdir
banner
banner