Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. maí 2018 09:05
Elvar Geir Magnússon
Einar Ingi dæmir leik KR og Breiðabliks - Þriðji leikur í Pepsi
Einar Ingi dæmir leik KR og Breiðabliks.
Einar Ingi dæmir leik KR og Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að opinbera hvaða dómarar verða að störfum í leikjunum fjórum sem verða í Pepsi-deildinni á fimmtudaginn.

Einar Ingi Jóhannsson dæmir leik KR og Breiðabliks en þetta er aðeins þriðji leikur hans sem aðaldómari í deildinni. Hann fékk eldskírn sína í lok tímabilsins í fyrra og dæmdi svo 1-1 jafntefli ÍBV og Fjölnis í 2. umferð á dögunum þar sem hann fékk fína dóma frá fréttaritara Fótbolta.net.

Egill Arnar Sigurþórsson dæmir leik Keflavíkur og Fjölnis en hann er einnig að dæma sinn þriðja leik í efstu deild karla.

Talsvert er um forföll í hópi fremstu og reyndustu dómara Íslands. Erlendur Eiríksson og Þorvaldur Árnason hafa ekki enn dæmt vegna meiðsla og Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er í verkefnum erlendis á vegum FIFA.

fimmtudagur 17. maí
18:00 Fylkir-ÍBV (Egilshöll) - Helgi Mikael Jónasson
18:00 FH-KA (Kaplakrikavöllur) - Ívar Orri Kristjánsson
19:15 Keflavík-Fjölnir (Nettóvöllurinn) - Egill Arnar Sigurþórsson
19:15 KR-Breiðablik (Alvogenvöllurinn) - Einar Ingi Jóhannsson

föstudagur 18. maí
19:15 Valur-Stjarnan (Origo völlurinn)
19:15 Víkingur R.-Grindavík (Víkingsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner