Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. maí 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Hlynur Örn í Fjölni á láni (Staðfest)
Hlynur Örn Hlöðversson.
Hlynur Örn Hlöðversson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir fékk markvörðinn Hlyn Örn Hlöðversson í sínar raðir á láni frá Breiðabliki áður en félagaskiptaglugginn lokaði á miðnætti.

Hlynur gekk til liðs við Njarðvík á láni í vetur en hann fór frá félaginu í síðustu viku eftir að Njarðvík fékk pólska markvörðinn Robert Blakala í sínar raðir.

Hinn 22 ára gamli Hlynur var á láni hjá Fram í fyrra en hann spilaði þá sextán leiki í Inkasso-deildinni.

Hlynur er uppalinn Bliki en hann hefur einnig leikið með Grindavík, Tindastóli, Augnabliki og KF á ferli sínum.

Fjölnir er með tvö stig eftir þrjár umferðir í Pepsi-deildinni en liðið mætir Keflavík í 4. umferðinni annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner