Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. maí 2018 18:50
Atli Arason
Heimild: Premier League | Fox Sports 
Methafar ensku úrvalsdeildarinnar
Fjölmörg met voru bætt um betur á nýliðnu tímabili í ensku úrvalsdeildinni
Englandsmeistarar Manchester City
Englandsmeistarar Manchester City
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola náði ótrúlegum árangri í vetur með Man City
Pep Guardiola náði ótrúlegum árangri í vetur með Man City
Mynd: Getty Images
Mo Salah setti markamet
Mo Salah setti markamet
Mynd: Getty Images
Hvaða félagi ætli Allardyce taki vð næst?
Hvaða félagi ætli Allardyce taki vð næst?
Mynd: Getty Images
Tímabilinu sem var að ljúka í ensku deildinni var í gjörsamlega í eigu Manchester City en um það deila fáir. Liðið stakk af snemma tímabilis og sló fjölmörg met í leiðinni. Hér að neðan verður stiklað á stóru í hinum og þessum metum, vandræðanleg og ekki, hjá bæði liðum og einstaklingum í ensku úrvalsdeildinni sem slegin voru á tímabilinu 2017/18.

100 - Manchester City er fyrsta liðið til að rjúfa þriggja tölu múrinn í efstu deild englands, hvort svo sem talað er um 20 eða 22 liða deild. City afrekaði þetta þegar þeir náðu 100 stigum eftir sigur á Southampton í lokaleik tímabilsins. Fyrra met var í eigu Chelsea, 95 stig frá tímabilinu 2004/05.
18 - Manchester City vann 18 leiki í röð frá 26. ágúst til 27. desember 2017. Chelsea átti fyrra metið sem þeir settu á síðasta tímabili þegar þeir unnu 13 leiki í röð.
32 - City sló einnig metið yfir flesta sigurleiki á einu tímabili eða 32 talsins. Liðið tók einnig metið yfir flesta útisigra, alls 16. Bæði met voru áður í eigu Chelsea.
106 - Chelsea átti líka metið yfir flest mörk skoruð (103) og besta markahlutfall (+71) frá tímabilinu 2009/10 en nú er þau í eigu Manchester City sem skoraði 106 mörk á tímabilinu og endaði tímabilið með markahlutfallið +79.
+19 - Manchester City bætti met Manchester United um eitt stig þegar City vann deildina núna með 19 stiga forskoti. Manchester United átti metið frá 2009/10 þegar þeir unnu deildina með 18 stiga mun.
28.242 - City setti met yfir flestar heppnaðar sendingar í einum leik þegar þeir náðu 905 heppnuðum sendingum gegn Everton þann 31. mars síðastliðinn. City bætti svo um betur þegar 942 sendingar rötuðu á liðsfélaga þegar liðið spilaði við Swansea þann 22. apríl. Alls heppnuðust 28.242 sendingar hjá liðinu á tímabilinu, sem er líka met.
153 - Man City voru einungis 153 mínútur að elta leiki á þessu tímabili. Það er að segja af þeim tæplega 3.420 mínútum sem 38 leikja tímabil er, var Manchester City að tapa í einungis 153 mínútur. Arsenal átti fyrra metið þegar þeir eltu í einungis 170 mínútur tímabilið 1998/99.

Einstaklingar

17 & 350 - Phil Foden fagnar 18 ára afmæli sínu þann 28. maí næstkomandi. Foden er yngsti leikmaðurinn til eignast gullverðlaun í úrvalsdeildinni þegar hann kom inná sem varamaður í sínum fimmta leik á lokadegi tímabilsins. Foden var þá einungis 17 ára og 350 daga gamall. Foden er einnig fyrsti leikmaðurinn sem er fæddur eftir aldarmótin til að vinna ensku úrvalsdeildina.
32 - Mohamed Salah bætti markamet ensku úrvalsdeildarinnar sem Alan Shearer (1995/96) Cristano Ronaldo (2007/08) og Luis Suarez (2013/14) áttu sameiginlega en Salah skoraði 32 mörk á tímabilinu, marki meira en þrímenningarnir.
653 - Gareth Barry spilaði 25 leiki á þessu tímabili en enginn hefur leikið fleiri leiki í ensku úrvalsdeildinni en Barry sem á nú alls 653 leiki í deildinni með Aston Villa, Manchester City, Everton og West Bromwich Albion. 1997/98 – 2017/18
123 - Barry fékk 4 gul spjöld á þessu tímabili og bætti þar en frekar í vafasama met sitt yfir flest gul spjöld sem leikmaður hefur fengið í deildinni en honum hefur verið sýnt gula spjaldið 123 sinnum.
83.222 - Áhorfendamet ensku úrvalsdeildarinnar var slegið þann 10. febrúar 2018 þegar 83.222 mættu á leik Tottenham og Arsenal sem spilaður var á Wembley, brágðabirgða heimavöll Tottenham á meðan framkvæmdir standa yfir á White Hart Lane.
6 - Harry Kane var valin leikmaður mánaðarins í september og desember 2017 og jafnaði hann þar með met Steven Gerrard en þeir hafa nú báðr unnið til verðlaunanna sex sinnum.
39 - Harry kane skoraði flest mörk á einu almanaksári í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði 39 mörk fyrir Tottenham á árinu 2017.
53 - Peter Crouch skoraði fimm mörk á tímabilinu fyrir Stoke, þar af þrjú skallamörk og bætti hann þar með en frekar í met sitt yfir flest skallamörk í ensku úrvalsdeildinni en Crouch hefur alls skorað 53 mörk með kollspyrnu í deildinni.
152 - Crouch spilaði 31 leik í úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og þar af kom hann 17 sinnum inn á af varamannabekknum. Í Nóvember 2017 bætti hann metið yfir flestar inn á skiptingar í leik Stoke City og Brighton & Hove Albion og á nú einn metið yfir flestar innkomur í ensku úrvalsdeildinni, en honum hefur verið skipt inná 152 sinnum á sínum ferli með Aston Villa, Southampton, Liverpool, Tottenham og Stoke.
24 - Jermain Defoe skoraði jöfnunarmark Bournemouth gegn Watford í 2-2 leik þeirra þann 31. Mars síðastliðinn eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Enginn hefur skorað fleiri mörk af bekknum en Defoe í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur alls skorðað 24 mörk af bekknum með West Ham, Tottenham, Sunderland og Bournemouth.
11 - Wayne Rooney tók sex vítaspyrnur fyrir Everton á þessu tímabili en hann klúðraði helmingi þeirra. Rooney deilir nú metinu yfir flestum vítaklúðrum í ensku úrvalsdeildinni með Alan Shearer en báðir hafa þeir klikkað 11 sinum frá vítapunktinum.
201 - Petr Cech hélt marki sínu hreinu í 11 leikjum á þessu tímabili fyrir Arsenal og bætti þar en frekar í met sitt, en hann hefur haldið markinu sínu hreinu í alls 201 leik í ensku úrvalsdeildinni fyrir Arsenal og Chelsea frá tímabilinu 2004/05.
7 - Sam Allardyce er sá knattspyrnustjóri sem hefur stýrt flestum liðum í ensku úrvalsdeildinni. Allardyce hefur stýrt sjö mismunandi klúbbum frá 2001/02 - 2017/18. Þessir klúbbar eru Bolton, Newcastle, Blackburn, West Ham, Sunderland, Crystal Palace, og nú síðast Everton.
Athugasemdir
banner
banner