mið 16. maí 2018 08:47
Magnús Már Einarsson
Sam Allardyce rekinn frá Everton (Staðfest)
Leik lokið.
Leik lokið.
Mynd: Getty Images
Everton hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sam Allardyce hafi veri rekinn frá félaginu. Gylfi Þór Sigurðsson fær því nýjan knattspyrnustjóra í sumar.

Sam tók við Everton af Ronald Koeman í nóvember en þá var liðið í fallbaráttu. Everton klifraði upp töfluna undir stjórn Sam og endaði í 8. sæti.

„Fyrir hönd forrmannsins, stjórnarinnar og herra Moshiri (eiganda Everton) þá vil ég þakka Sam fyrir starfi ðsem hann hefur unnið hjá Everton undanfarna sjö mánuði. Sam kom inn á erfiðum tímum á síðasta tímabili og gaf okkur stöðugleika. Fyrir það er ég þakklátur," sagði Denise Barrett-Baxendale fyrir hönd Everton.

„Við höfum hins vegar ákveðið að sem hluti af langtímaáætlunum þá ætlum við að ráða nýjan stjóra í sumar og hefjum við leit að honum samstundis."

„Við viljum koma því skýrt á framfæri að við þökkum Sam fyrir vinnu hans hjá okkur undanfarna mánuði og óskum honum velfarnaðar í framtíiðnni."


Líklegast þykir að Marco Silva, fyrrum stjóri Watford og Hull, taki við everton í sumar.

Everton reyndi að fá Silva frá Watford áður en Allardyce var ráðinn í nóvember en árangurs. Everton bauð Watford tólf milljónir punda fyrir þjónustu Silva en því var hafnað. Silva var rekinn frá Watford nokkrum vikum seinna eftir dapurt gengi.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner