Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 16. maí 2018 08:34
Magnús Már Einarsson
Viðar Örn: Eðlilegt að þjálfarar hafi meiri trú á sumum
Icelandair
Viðar í landsleik gegn Perú í mars.
Viðar í landsleik gegn Perú í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson, framherji Maccabi Tel Aviv, segir að það hafi verið vonbrigði þegar ljóst var að hann yrði ekki í íslenska landsliðshópnum sem fer á HM í Rússlandi.

Viðar hefur verið í flestum landsliðshópum undanfarin ár og verið iðinn við að skora með félagsliðum sínum. Hann var hins vegar ekki valinn í HM hópinn frekar en EM hópinn fyrir tveimur árum.

„Ég er auðvitað vonsvikinn að vera ekki valinn, sérstaklega þegar horft er til þess að ég er með í nanast öllum leikjum í undankeppninni," sagði Viðar við Fótbolta.net í dag.

„Ég veit að valið var mjög erfitt fyrir þjalfarana og ég virði þeirra val. Í fótbolta er það þannig að þjálfarar hafa meiri trú á sumum leikmönnum en öðrum og það er fullkomlega eðlilegt, það gengur yfirleitt betur þegar leikmenn hafa fullt traust."

„Ég hef skorað mikið nokkur tímabil í röð núna og ég vonaðist til að verða verðlaunaður með HM sæti. Kannski er það bara orðið „old news" að það gangi vel hjá manni og það er minna tekið eftir því. Þetta mun bara gera mig sterkari."

„Annars óska ég strákunum og teyminu góðs gengis í Rússlandi og er ekki í vafa um að þeir standi sig vel eins og alltaf."

Athugasemdir
banner
banner
banner