Antony, Casemiro, Eriksen og Lindelöf ekki í myndinni hjá Amorim - Hindranir fyrir Man Utd - Real Madrid hefur áhuga á Porro
   fim 16. maí 2024 08:55
Elvar Geir Magnússon
Bruno vill vera áfram og Man Utd vill halda honum
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag stjóri Manchester United segir að félagið vilji halda fyrirliðanum Bruno Fernandes. Portúgalski miðjumaðurinn sagði í viðtali í gær að hann vill vera áfram á Old Trafford ef félagið vilji halda honum.

Talað hefur verið um að United sé tilbúið að hlusta á tilboð í alla sína leikmenn, fyrir utan hina ungu Alejandro Garnacho, Kobbie Mainoo og Rasmus Höjlund.

Vangaveltur hafa verið í gangi um framtíð Bruno, hann hefur meðal annars verið orðaður við Inter og Bayern München.

Bruno átti virkilega góðan leik fyrir United í 3-2 sigri gegn Newcastle í gær og ræddi við Sky Sports eftir leikinn.

„Ég verð hér áfram ef félagið vill að ég verði hluti af framtíðinni. Ef það vill af einhverjum ástæðum ekki hafa mig þá mun ég fara," sagði Bruno.

Ten Hag var spurður út í þessi ummæli og segir það alveg skýrt að United vilji halda leikmanninum.

„Það er alveg klárt að félagið vill halda Bruno. Ég veit að hann elskar félagið, elskar að spila fyrir Manchester United og stuðningsmennina," svaraði Ten Hag.

„Hann leggur sig alltaf allan fram og er fyrirmynd fyrir alla. Hann elskar fótbolta og vill vinna. Þannig er hann sem karakter."

Bruno hefur skorað tíu úrvalsdeildarmörk á tímabilinu og átti sína áttundu stoðsendingu á tímabilinu þegar hann lagði upp mark fyrir Rasmus Höjlund í gær.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 9 7 2 0 20 9 +11 23
2 Liverpool 9 7 1 1 17 5 +12 22
3 Arsenal 9 5 3 1 17 10 +7 18
4 Aston Villa 9 5 3 1 16 11 +5 18
5 Chelsea 9 5 2 2 19 11 +8 17
6 Brighton 9 4 4 1 16 12 +4 16
7 Nott. Forest 9 4 4 1 11 7 +4 16
8 Tottenham 9 4 1 4 18 10 +8 13
9 Brentford 9 4 1 4 18 18 0 13
10 Fulham 9 3 3 3 12 12 0 12
11 Bournemouth 9 3 3 3 11 11 0 12
12 Newcastle 9 3 3 3 9 10 -1 12
13 West Ham 9 3 2 4 13 16 -3 11
14 Man Utd 9 3 2 4 8 11 -3 11
15 Leicester 9 2 3 4 13 17 -4 9
16 Everton 9 2 3 4 10 16 -6 9
17 Crystal Palace 9 1 3 5 6 11 -5 6
18 Ipswich Town 9 0 4 5 9 20 -11 4
19 Wolves 9 0 2 7 12 25 -13 2
20 Southampton 9 0 1 8 6 19 -13 1
Athugasemdir
banner
banner
banner