Breiðablik vann fínan sigur gegn Fylki í kvöld 1-0. Leikurinn var ekki mikil skemmtun og það tók sinn tíma fyrir liðið að skora.
„Við gáfum ekki mörg færi á okkur og náum að setja markið sem skilur að," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks.
„Þetta var barningur. Fylkismenn ætluðu að passa markið sitt eðlileg og vinna út frá því með hröðum sóknum. Ég hrærði aðeins í stöðum til að reyna að finna taktinn."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir