Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
   fim 16. júní 2016 12:27
Magnús Már Einarsson
9000 Íslendingar á leiknum gegn Ungverjum
Icelandair
Úr leiknum í St. Etienne.
Úr leiknum í St. Etienne.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Fleiri íslenskir áhorfendur verða á leik Íslands og Ungverjalands í Marseille á laugardag heldur en voru á leik Íslands og Portúgal í St. Etienne í fyrrakvöld.

Um það bil 8000 Íslendingar sáu Ísland gera jafntefli við Portúgal í St. Etienne.

Líklegt er að í kringum 9000 íslenskir stuðningsmenn verði á leiknum í Marseille en gríðarlegur áhugi er hjá íslenskum stuðningsmönnum fyrir þann leik.

„Við höfum ekki nákvæmar upplýsingar um þetta frá UEFA, en við teljum að það gæti verið í kringum 9 þúsund," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Fótbolta.net í dag.

Stade Vélodrome, heimavöllur Marseille, tekur um það bil 67 þúsund áhorfendur en samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net verða 10-11 þúsund ungverskir stuðningsmenn á leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner