Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, segir að landslið Ungerjalands sé ekki ólíkt því íslenska. Á laugardag mætast þessar þjóðir í mikilvægum leik í F-riðlinum á EM.
„Þetta eru ekki ólík lið. Þeir vinna leikina á svipaðan hátt. Þeir fá ekki á sig mikið af mörkum og þurfa þar af leiðandi ekki að skora mörg mörk til að vinna leikina," sagði Heimir um Ungverja í dag.
„Þetta eru ekki ólík lið. Þeir vinna leikina á svipaðan hátt. Þeir fá ekki á sig mikið af mörkum og þurfa þar af leiðandi ekki að skora mörg mörk til að vinna leikina," sagði Heimir um Ungverja í dag.
„Ég vil hrósa Bernd Storck (þjálfara Ungverja) fyrir það hvernig hann hefur skipulagt liðið. Við höfum horft á marga leiki og það sést hvernig þeir eru að bæta sig sem lið. Þeir eru mjög þéttir. Þeir eru þekktir fyrir varnarleikinn en gegn Austurríki sást líka hvað þeir eru góðir fram á við. Þjálfaraliðið þeirra á allt hrós skilið."
Heimir segir að það verði erfitt að skora gegn Ungverjum og hann reiknar ekki með markaleik.
„Þetta verður aðeins öðruvísi leikur. Þeir eru þéttir til baka og gefa andstæðingum oft tíma með boltann. Þeir eru líka góðir í hápressu svo við getum búist við öllu. Við verðum líklega meira með boltann en á móti Portúgal."
„Bæði lið eru þekkt fyrir gott skipulag og varnarleik. Fyrirfram myndi maður halda að það verði ekki mörg mörk í þessum leik. Líklega verður eitt mark nóg til að vinna hann. Maður veit samt aldrei."
Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.
FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir