Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 16. júní 2017 10:00
Arnar Daði Arnarsson
Guðbjörg Gunnars spáir í 8. umferð í Pepsi-kvenna
Guðbjörg Gunnarsdóttir spáir Breiðablik sigri gegn Stjörnunni.
Guðbjörg Gunnarsdóttir spáir Breiðablik sigri gegn Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmfríður fer á Ásvelli í kvöld.
Hólmfríður fer á Ásvelli í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir landsleikjahlé í Pepsi-deild kvenna hefst deildin á ný með heilli umferð í kvöld, þegar 8. umferðin verður spiluð.

Stórleikur umferðarinnar fer fram í Kópavogi þegar Breiðablik tekur á móti Íslandsmeisturum, Stjörnunnar. Á hinn bóginn mætast einnig tvö neðsu lið deildarinnar á Gaman Ferða vellinum þegar Haukar taka á móti KR.

Landsliðsmarkvörðurinn, Guðbjörg Gunnarsdóttir spáir í leiki kvöldsins í Pepsi-deild kvenna.

Þór/KA 2 - 1 Grindavík (18:00 í kvöld)
Ég spái eins marks sigri Þór/KA i jöfnum leik en Þór/KA heldur áfram að hafa smáatriðin sem vinna leikina með sér.

Fylkir 0 - 3 ÍBV (18:00 í kvöld)
ÍBV vinnur 3-0 og verður betri aðilinn allan leikinn. Sísí Lára hreinsar upp á miðjunni og skorar eitt mark með skalla eftir horn.

Breiðablik 3 - 2 Stjarnan (19:15 í kvöld)
Breiðablik vinnur 3-2 eftir dramatískt sigurmark í lokin frá Fanndísi eftir hnífjafnan leik annars.

Valur 3 - 1 FH (19:15 í kvöld)
Valsliðið hristir sig saman eftir að þurfa að horfast í augu við enn önnur krossbandaslit. Þær mæta trítilóðar og vinna örugglega 3-1.

Haukar 0 - 2 KR (19:15 í kvöld)
Hólmfríður mætir á Ásvelli og klárar Hauka með tveimur Solo mörkum ala Fríða.

Fyrri spámenn:
Anna Garðarsdóttir (4 réttir)
Glódís Perla Viggósdóttir (4 réttir)
Hallbera Guðný Gísladóttir (4 réttir)
Jón Páll Pálmason (3 réttir)
Eiður Benedikt Eiríksson (3 réttir)
Jóhann Kristinn Gunnarsson (3 réttir)
Edda Sif Pálsdóttir (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner