Napoli hefur áhuga á Grealish - Tottenham horfir til Mainoo - Real Madrid til í að opna veskið fyrir Rodri
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
   fös 16. júní 2017 22:01
Arnar Daði Arnarsson
Kópavogsvelli
Steini Halldórs: Við yfirspiluðum þær
Kvenaboltinn
Þorsteinn Halldórs
Þorsteinn Halldórs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög sáttur, mér fannst fyrri hálfleikurinn frábær og við yfirspiluðum þær á köflum," sagði Þorsteinn Halldórsson eftir sigur Breiðabliks gegn Stjörnunni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Stjarnan

Breiðablik vann leikinn 1-0 með marki frá Fanndísi Friðriks en Þorsteinn telur að sitt lið hafi getað verið komið í 4-0 í fyrri hálfleik.

„Við hefðum bara átt að skora fleiri mörk og hefðum í raun átt að klára leikinn í fyrri hálfleik og vera komnar í þrjú eða fjögur núll."

Þorsteinn var mjög ánægður með varnarleikinn í kvöld.

„Þær sköpuðu sér ekki neitt. Auðvitað líður manni aldrei vel í 1-0 stöðu en mér fannst varnaleikurinn okkar heilt yfir bara virkilega flottur þó svo að það hafi aðeins legið á okkur í seinni hálfleiknum."

„Við erum með ótrúlega sterkt lið en við verðum núna bara að einbeita okkur að næsta leik. Til þess að keppa í svona móti þá þarftu að vera með rétta hugarfarið og mæta með það í alla leiki."

Eftir leikinn fór Breiðablik upp fyrir Stjörnuna í 2.sætinu og er nú með 18 stig á meðan að Stjarnan er með 16.
Athugasemdir
banner
banner