Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fös 16. júní 2017 22:01
Arnar Daði Arnarsson
Kópavogsvelli
Steini Halldórs: Við yfirspiluðum þær
Þorsteinn Halldórs
Þorsteinn Halldórs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög sáttur, mér fannst fyrri hálfleikurinn frábær og við yfirspiluðum þær á köflum," sagði Þorsteinn Halldórsson eftir sigur Breiðabliks gegn Stjörnunni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Stjarnan

Breiðablik vann leikinn 1-0 með marki frá Fanndísi Friðriks en Þorsteinn telur að sitt lið hafi getað verið komið í 4-0 í fyrri hálfleik.

„Við hefðum bara átt að skora fleiri mörk og hefðum í raun átt að klára leikinn í fyrri hálfleik og vera komnar í þrjú eða fjögur núll."

Þorsteinn var mjög ánægður með varnarleikinn í kvöld.

„Þær sköpuðu sér ekki neitt. Auðvitað líður manni aldrei vel í 1-0 stöðu en mér fannst varnaleikurinn okkar heilt yfir bara virkilega flottur þó svo að það hafi aðeins legið á okkur í seinni hálfleiknum."

„Við erum með ótrúlega sterkt lið en við verðum núna bara að einbeita okkur að næsta leik. Til þess að keppa í svona móti þá þarftu að vera með rétta hugarfarið og mæta með það í alla leiki."

Eftir leikinn fór Breiðablik upp fyrir Stjörnuna í 2.sætinu og er nú með 18 stig á meðan að Stjarnan er með 16.
Athugasemdir
banner