„Ég er mjög sáttur, mér fannst fyrri hálfleikurinn frábær og við yfirspiluðum þær á köflum," sagði Þorsteinn Halldórsson eftir sigur Breiðabliks gegn Stjörnunni í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 0 Stjarnan
Breiðablik vann leikinn 1-0 með marki frá Fanndísi Friðriks en Þorsteinn telur að sitt lið hafi getað verið komið í 4-0 í fyrri hálfleik.
„Við hefðum bara átt að skora fleiri mörk og hefðum í raun átt að klára leikinn í fyrri hálfleik og vera komnar í þrjú eða fjögur núll."
Þorsteinn var mjög ánægður með varnarleikinn í kvöld.
„Þær sköpuðu sér ekki neitt. Auðvitað líður manni aldrei vel í 1-0 stöðu en mér fannst varnaleikurinn okkar heilt yfir bara virkilega flottur þó svo að það hafi aðeins legið á okkur í seinni hálfleiknum."
„Við erum með ótrúlega sterkt lið en við verðum núna bara að einbeita okkur að næsta leik. Til þess að keppa í svona móti þá þarftu að vera með rétta hugarfarið og mæta með það í alla leiki."
Eftir leikinn fór Breiðablik upp fyrir Stjörnuna í 2.sætinu og er nú með 18 stig á meðan að Stjarnan er með 16.
Athugasemdir