Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 16. júní 2018 15:04
Magnús Már Einarsson
Aguero: Fyrsti leikur er alltaf erfiður
Icelandair
Liðin heilsast fyrir leik.
Liðin heilsast fyrir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrsti leikurinn er alltaf erfiður," sagði Sergio Aguero framherji Argentínu eftir 1-1 jafnteflið gegn Íslandi í Moskvu í kvöld.

Aguero kom Argentínu yfir í fyrri hálfleiknum en Alfreð Finnbogason jafnaði nokkrum mínútum síðar.

„Núna þurfum við að hugsa um næsta leik," bætti Aguero við en Argentína mætir Króatíu í næsta leik á fimmtudaginn.

Javier Mascherano, miðjumaður Argentínu, var ekki að svekkja sig of mikið á jafnteflinu.

„Þetta er bara byrjunin. Það er ennþá mikið eftir," sagði Mascherano.
Athugasemdir
banner
banner
banner