lau 16. júní 2018 10:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Gea samþykkir nýjan samning við Man Utd
Powerade
De Gea átti ekki sinn besta dag í gær en stuðningsmenn United verða himinlifandi með þær fréttir að hann verði áfram leikmaður félagsins.
De Gea átti ekki sinn besta dag í gær en stuðningsmenn United verða himinlifandi með þær fréttir að hann verði áfram leikmaður félagsins.
Mynd: Getty Images
Götze er orðaður við Tottenham.
Götze er orðaður við Tottenham.
Mynd: Getty Images
Það er stór dagur í íslenski knattspyrnusögu í dag. Keyrum þetta í gang með slúðrinu sem kollegar okkar á BBC hafa tekið saman.



Spænski markvörðurinn David de Gea (27) hefur samþykkt nýjan fimm ára samning við Manchester United, hann ætlar ekki að fara til Real Madrid. (MEN)

Paris Saint-Germain vill kaupa miðjumann Chelsea, N'Golo Kante (26), og er tilbúið að borga 90 milljónir punda fyrir hann. (Mirror)

Gareth Bale (28) er til í að vinna með nýjum stjóra Real Madrid, Julen Lopetegui, og er ekki að hugsa um að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. (ESPN)

Haft hefur verið samband við Barcelona um þann möguleika að Neymar snúi aftur til félagsins. Hinn 26 ára gamli Neymar fór frá Börsungum síðasta sumar og gekk í raðir Paris Saint Germain fyrir metupphæð, 200 milljónir punda. (Marca)

Maurizio Sarri er nálægt því að taka við Antonio Conte hjá Chelsea. Umboðsmaðurinn Fali Ramadani mun ræða við Napoli um helgina og reyna að ná samkomulagi við ítalska félagið. Sarri er enn samningsbundinn Napoli þó hann sé ekki lengur stjóri félagsins. (Independent)

Chelsea goðsögnin Gianfranco Zola mun verða aðstoðarmaður Sarri hjá Chelsea. (The Sun)

Hjá Chelsea ríkir bjartsýni fyrir því að halda markverðinum Thibaut Courtois (26). Real Madrid hefur lengi sýnt belgíska landsliðsmarkverðinum áhuga en virðist nú vera að snúa sér að Alisson (25) hjá Roma. (Evening Standard)

Newcastle mun fá samkeppni frá Leicester í baráttunni um Andros Townsend (26) hjá Crystal Palace. Townsend spilaði með Newcastle áður en hann fór í Palace en Newcastle er tilbúið að greiða 20 milljónir punda til þess að fá leikmanninn aftur. (Guardian)

Tottenham er að fylgjast með stöðu mála hjá Mario Götze (26) miðjumanni Borussia Dortmund. Hann gæti verið seldur fyrir 16 milljónir punda. (Football.london)

Spurs er að berjast við Wolves um Andres Gomes (24), miðjumann Barcelona. (Sun)

Bæði Liverpool og Chelsea hafa sýnt Alex Telles (25) bakverði Porto áhuga. (Metro)

Wayne Rooney (32) gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir DC United í MLS-deildinni 14. júlí. Rooney færist nær því að yfirgefa Everton og fara til Bandaríkjanna. (Mirror)

Roma ætlar að veita Arsenal samkeppni um Bern Leno (26) markvörð Bayer Leverkusen þar sem Alisson gæti verið að fara til Real Madrid. (Premium)

Atletico Madrid ætlar að gefa markverðinum Jan Oblak (25) betri samning. Oblak er orðaður við PSG, Real Madrid og Liverpool þessa daganna. (AS)

West Brom hefur ákveðið að kaupa egypska varnarmanninn Ali Gabr ekki frá Zamalek. Gabr (29) kom til West Brom á láni í janúar. (Express & Star)

FIFA er að rannsaka það hvers vegna það voru svona mörg auð sæti á leik Egyptalands og Úrúgvæ í gær. Aðeins um 700 miðar voru óseldir en mörg þúsund sæti voru auð. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner