Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. júní 2018 15:54
Magnús Már Einarsson
Heimir: Taktísk ákvörðun að láta Alfreð byrja
Icelandair
Alfreð fagnar marki sínu.
Alfreð fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, segir að það hafi verið taktísk ákvörðun að hafa Alfreð Finnbogason í byrjunarliðinu gegn Argentínu í dag frekar en Jón Daða Böðvarsson.

Margir bjuggust við því að Jón Daði myndi byrja en Alfreð byrjaði og þakkaði fyrir sig með marki.

„Við erum með fjóra góða framherja sem hafa mismunandi eiginleika," sagði Heimir á fréttamannafundi eftir leik.

„Alfreð er góður í að ógna bakvið vörnina og þar ætluðum við að særa þá. Við spiluðum bara með einn framherja og hann þurfti ekki að verjast jafn mikið og þegar við spilum með tvo framherja."

„Það var taktísk ákvörðun að láta Alfreð byrja og reyna að ógna í svæðin bakvið vörnina. Hann skoraði svo þetta var ekki röng ákvörðun."
Athugasemdir
banner
banner