Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
Niðurtalningin - Tími breytinga á Meistaravöllum
Niðurtalningin - F er fyrir fótbolta og H er fyrir Hödda Magg
Enski boltinn - Óhefðbundið topplið
Niðurtalningin - Stór prófíll norður eftir heldur rólegan vetur
Niðurtalningin - Þungamiðja menningar í hverfinu
   lau 16. júní 2018 17:17
Elvar Geir Magnússon
Helgi Kolviðs: Ekkert sem kom okkur á óvart hjá þeim
Icelandair
Helgi Kolviðsson.
Helgi Kolviðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er frábært að ná þessum árangri en við erum meðvitaðir um það að þetta er bara fyrsti leikur," sagði Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, í samtali við fjölmiðla eftir 1-1 jafntefli gegn Argentínu á HM í dag.

Íslenskir leikmenn voru frekar rólegir eftir sigurinn, fóru í stúkuna til fjölskyldna sína og voru bara rólegir. Helgi segir að það hafi ekki verið planað. „Maður planar ekki svona."

„Við erum búnir að vera að leggja gríðarlega mikla vinnu í þetta og við vissum að þetta yrði erfitt. Við náðum í stig og skorum mark í fyrsta leik á HM sem er frábært. Núna einbeitum við okkur að næsta leik. Það verður alltaf gert upp í lokin, ekki í fyrsta leik."

Helgi segir að góður undirbúningur hafi verið ástæðan fyrir úrslitunum, og jú, smá heppni líka.

„Það var ekkert sem kom okkur á óvart (í leik Argentínumanna). Við vorum vel undirbúnir og við sáum fullt af atriðum, við gátum sýnt strákunum mikið af því sem þeir voru að reyna að fara að gera en gátu ekki gert í leiknum sem þeir hafa gert í leikjum undanfarið. Það var akkúrat í gær þegar við vorum að skoða ýmsa hluti upp á skot og annað þá sáum trikk þar sem Messi var fyrir utan teiginn og hinir voru að reyna að teyma alla í burtu, hann var að reyna að fá skotfæri. Við náðum að setja Alfreð á það og strákarnir vissu nákvæmlega hvað þeir áttu að gera."

„Allt sem við vorum búnir að gera gekk upp. Við vissum að þetta yrði erfitt, að sjálfsögðu þarftu að vera heppinn til að fá stig gegn Argentínu," sagði Helgi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner