Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 16. júní 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM í dag - Stærsti leikur Íslandssögunnar
Icelandair
Svo virðist sem Aron spili leikinn og muni leiða lið Íslands út á eftir.
Svo virðist sem Aron spili leikinn og muni leiða lið Íslands út á eftir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þessi maður og félagar hans mæta okkur í Moskvu.
Þessi maður og félagar hans mæta okkur í Moskvu.
Mynd: Getty Images
Í dag er risastór dagur fyrir íslenskan fótbolta því íslenska landsliðið spilar sinn fyrsta leik á Heimsmeistaramóti.

Ísland mætir Argentínu klukkan 13:00 að íslenskum tíma. Fótbolti.net verður með textalýsingu frá vellinum í Moskvu og mun fjalla gríðarlega vel um leikinn.

Svo virðist sem landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson muni spila þennan leik sem eru frábær tíðindi og lítið ætti að koma á óvart í liðsuppstillingu Íslands. Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, staðfesti byrjunarlið sitt á blaðmannafundi í gær.

Sjá einnig:
Innkastið - Mállítill Messi og síðustu vangaveltur fyrir stærsta leikinn

Þessi leikur verður mögnuð skemmtun en þessi dagur verður heilt yfir bara algjörlega frábær fótboltadagur. Þrír aðrir leikir eru að auki, Frakkland mætir Ástralíu strax klukkan 10. Danmörk og Perú eigst við eftir leik Íslands og Argentínu og í kvöld mætast Króatía og Nígería í leik sem við Íslendingar munum fylgjast vel með þar sem þessi lið eru með okkur í riðli ásamt Argentínu.

Allir leikirnir eru sýndir beint á RÚV.

Leikir dagsins:

C-riðill:
10:00 Frakkland - Ástralía (Kazan)
15:00 Perú - Danmörk (Saransk)

D-riðill:
13:00 Argentína-Ísland (Moskva)
19:00 Króatía-Nígería (Kalíníngrad)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner