Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. júní 2018 16:19
Magnús Már Einarsson
Jói Berg: Hundleiðinlegt að lenda í þessu
Icelandair
Jói á sprettinum í leiknum í dag.
Jói á sprettinum í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson, kantmaður íslenska landsliðsins, segir ekki ljóst ennþá hversu slæm meiðsli hans eru. Jói neyddist til að fara meiddur af velli eftir rúman klukkutíma í 1-1 jafnteflinu gegn Argentínu en hann meiddist á kálfa.

„Þetta verður að koma í ljós. Ég fékk eitthvað í kálfann og þurti að fara út af af þeim sökum. Við þurfum að sjá til hvernig ég verð á morgun," sagði Jói eftir leikinn í dag.

„Það er ekkert hægt að segja núna. Þetta var nógu slæmt til þess að ég þurfti að fara út af og það er auðvitað leiðinlegt. Við sjáum hvernig ég verð á morgun," sagði Jói sem fór svekktur af velli.

„Þetta var erfitt augnablik. Þetta er hluti af fótbolta og það er hundleiðinlegt að lenda í þessu. Maður verður að reyna að vera jákvæður og vona það besta. Vonandi næ ég eitthvað af því sem er eftir á mótinu."

Jói er sáttur með eitt stig úr fyrsta leik á HM gegn erfiðum andstæðingi.

„Þetta var gríðarlega erfiður leikur. Ég held að ég hafi verið bakvörður allan leikinn. Það voru allir að verjast gríðarlega mikið. Það var ekki mikið af möguleikum fram á við. Þegar við sóttum, sérstaklega í fyrri hálfleik, þá áttum við örugglega fleiri hættuleg færi en þeir. Það sýnir kraftinn i þessu liði. Þetta var alltaf að fara að verða gríðarlega erfiður leikur og það er frábært að fá stig á móti jafn öflugu liði og Argentínu."
Athugasemdir
banner
banner