Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 16. júní 2018 15:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Berg líklega tognaður - Skýrist á næstu dögum
Icelandair
Jóhann og Aron fóru báðir af velli í dag.
Jóhann og Aron fóru báðir af velli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óttast er að Jóhann Berg Guðmundsson sé tognaður. Jóhann Berg fór meiddur af velli á 62. mínútu í fyrsta leik Íslands gegn Argentínu á HM núna áðan.

Inná fyrir Jóhann Berg kom Rúrik Gíslason sem var að spila sinn fyrsta leik á stórmóti á ferlinum.

Leikurinn endaði 1-1.

Óvíst er hvort Jóhann Berg verði klár fyrir leikinn gegn Nígeríuleikinn sem er á föstudaginn í næstu viku.

„Jói virtist togna í kálfa. Við vonum að þetta sé krakmpi eða eitthvað því um líkt. Eitthvað svona kemur ekki í ljós fyrr en eftir 1-2 daga. Menn voru eðlilega stífir í lokin. Vonandi er þetta ekki eins alvarlegt og þetta er oft þegar menn togna svona við enga snertingu," sagði Heimir Hallgrímsson eftir leikinn.

Vonandi er þetta ekki alvarlegt enda er Jói algjör lykilmaður í þessu íslenska landsliði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner