Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
Niðurtalningin - Tími breytinga á Meistaravöllum
Niðurtalningin - F er fyrir fótbolta og H er fyrir Hödda Magg
Enski boltinn - Óhefðbundið topplið
Niðurtalningin - Stór prófíll norður eftir heldur rólegan vetur
Niðurtalningin - Þungamiðja menningar í hverfinu
   lau 16. júní 2018 17:12
Elvar Geir Magnússon
Kári Árna: Þeir eru pirraðir frá 25. mínútu
Icelandair
Kári í baráttu við Javier Mascherano í leiknum í dag.
Kári í baráttu við Javier Mascherano í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var eitthvað sem við höfðum trú á allan tímann," sagði Kári Árnason varnarmaður íslenska landsliðsins eftir 1-1 jafntefli gegn Argentínu í dag.

„Auðvitað var smá stress í byrjun og fyrir leik við spiluðum þetta eins og við erum góðir í. Við beittum skyndisóknum, notuðum langa bolta og sköpuðum usla. Við sköpuðum betri færi en þeir í fyrri hálfleik."

.„Auðvitað fá þeir víti í seinni hálfleik en Hannes varði það á snilldarlegan hátt eins og honum einum er lagið. Þetta er ólýsanlegt."


Eftir frábært gengi á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum þá segir Kári að lið Íslands hafi mætt rólegra til leiks á HM.

„Ég held að við séum reynslunni ríkari. Mér fannst eins og við værum að fara í hvaða leik sem er. Á EM var þetta in your face allan tímann og það var allt öðruvísi. Núna erum við búnir að upplifa það og það er miklu meiri ró yfir þessu núna."

„Við höfum prófað að vera á stórmóti áður og ég hef trú á því að við munum spila aðeins betur í næstu leikjum. Við spilum upp á úrslit og það er lykillinn í þessu."


Kári segist hafa fundið fyrir því að leikmenn Argentínu voru pirraðir í leiknum. „Klárlega. Di Maria fer eitthvað í Jóa og þeir eru pirraðir frá 25. mínútu," sagði Kári að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner