Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. júní 2018 20:00
Magnús Már Einarsson
Margir Argentínumenn ósáttir við Caballero
Icelandair
Willy Caballero.
Willy Caballero.
Mynd: Getty Images
Argentínumenn eru margir hverjir ekki ánægðir með að Willy Caballero markvörður Chelsea hafi verið valinn til að vera aðalmarkvörður liðsins á HM.

Caballero virkaði óöruggur í 1-1 jafnteflinu gegn Íslandi en hann var valinn í liðið eftir að Sergio Romero markvörður Manchester United meiddist.

„Fólk í Argentínu vill að Franco Armani spili því að hann spilar með einu stærsta liðinu í Argentínu, River Plate" sagði Diego Macias íþróttafréttamaður hjá íþróttablaðinu Olé við Fótbolta.net eftir leik.

Birkir Bjarnason fékk dauðafæri snemma leiks eftir að Caballero lenti í vandræðum og átti slaka spyrnu úr marki sínu.

Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfar Argentínu, var spurður út í valið á Caballero á fréttamannafundi eftir leik og þar gagnrýndi blaðamaður hversu slakur Caballero er með boltann þegar hann fær sendingar til baka.

Sampaoli svaraði því að hann taki alla eiginleika markvarða með í reikninginn þegar hann velur aðalmarkvörð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner