Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 16. júní 2018 16:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mascherano bætti leikjametið gegn Íslandi
Icelandair
Mascherano í baráttu við Gylfa Sigurðsson í dag.
Mascherano í baráttu við Gylfa Sigurðsson í dag.
Mynd: Getty Images
Javier Mascherano er orðinn leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Argentínu. Hann lék sinn 144. landsleik í jafntefli gegn Íslandi á HM í Rússlandi á þessum fallega laugardegi.

Ekki úrslitin sem Mascherano var að vonast eftir, en hann tók fram úr Javier Zanetti hvað varðar leikjafkölda í dag.

Mascherano, sem spilar í dag fyrir Hebei China Fortune í Kína, lék sinn fyrsta landsleik árið 2003. Mascherano er að taka þátt á sínu fjórða Heimsmeistaramóti í Rússlandi.

Í þessum 144 landsleikjum sem hann hefur spilað hefur hann aðeins skorað þrjú mörk. Tvö af þeim komu árið 2007.
Athugasemdir
banner
banner
banner