Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 16. júní 2018 18:30
Magnús Már Einarsson
Mikil reiði hjá fólki í Argentínu
Icelandair
Argentínumenn fagna marki sínu í dag.
Argentínumenn fagna marki sínu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög mikil reiði hjá fólki í Argentínu," Diego Macias íþróttafréttamaður hjá íþróttablaðinu Olé við Fótbolta.net eftir leik Íslands og Argentínu í Moskvu í dag.

Argentínumenn eru í 5. sæti á heimslista FIFA og þeir eru afar svekktir með jafntefli gegn Íslendingum í fyrsta leik.

„Það sást strax eftir 1-2 mínútur að það yrði ekki auðvelt að spila gegn Íslandi. Þegar Aguero skoraði bjuggumst við hins vegar við því að Ísland myndi lenda í vandræðum gegn Argentínu," sagði Lucas.

„Argentína á hins vegar í miklum vandræðum í vörninni og á miðjunni og þar á ég við menn eins og Marcos Rojo og Lucas Biglia. Við erum mjög svekktir með úrslitin en núna þurfum við að endurhlaða batteríin fyrir næsta leik."

Argenína mætir Króatíu á fimmtudaginn á meðan Ísland spilar við Nígeríu á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner