lau 16. júní 2018 16:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho um Ísland: Borðað kjöt í morgunmat síðan þeir voru ungabörn
Icelandair
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er sérfræðingur á rússnesku sjónvarpsstöðinni RT, Russia Today, á meðan Heimsmeistaramótið stendur yfir.

Mourinho fylgdist með leik Íslands og Argentínu núna áðan sem endaði í 1-1 jafntefli.

Ísland var mjög varnarsinnað í leiknum og Mourinho var hrifinn af íslenska liðinu.

„Þessir strákar frá Íslandi hafa borðað kjöt í morgunmat frá því þeir voru ungabörn," sagði Mourinho hress eftir leikinn.

„Þeir eru allir mjög sterkir og í góðu líkamlegu formi. Leikstíllinn sem þeir spila er fullkomlega aðlagaður að því hvernig þeir eru," sagði Mourinho sem hefði örugglega gaman af því að stýra íslenska landsliðinu. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að spila of varnarsinnaðan bolta með Manchester United.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner