lau 16. júní 2018 10:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orðin 36 ár síðan Burnley átti síðast leikmann á HM
Jóhann Berg skráir sig í sögubækurnar
Icelandair
Jóhann Berg kemur til með að leika sinn 68. landsleik í dag.
Jóhann Berg kemur til með að leika sinn 68. landsleik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Jóhann Berg Guðmundsson er í byrjunarliði Íslands sem mætir Argentínu klukkan 13:00 á eftir. Það er nokkuð óhætt að fullyrða það, Jóhann Berg er lykilmaður í íslenska liðinu.

Jóhann Berg er á mála hjá Burnley í Englandi þar sem hann er líka lykilmaður. Hann mun skrá sig í sögubækurnar hjá Burnley ef hann kemur við sögu hjá Íslandi á HM.

Jóhann Berg verður nefnliega fyrsti leikmaður Burnley í 36 til að taka þátt á Heimsmeistaramóti.

Það hefur enginn leikmaður Burnley spilað á HM frá 1982 þegar Billy Hamilton og Tommy Cassidy gerðu það með Norður-Írlandi.

Nánar má lesa um málið á vefsíðu Burnley

Leikur Íslands og Argentínu hefst klukkan 13:00 eins og áður segir. Fótbolti.net verður með beina textalýsingu frá leikvanginum í Moskvu. Smelltu hér til að fara í textalýsinguna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner