Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 16. júní 2018 15:57
Magnús Már Einarsson
Sampaoli: Létum íslenska liðið líða illa í seinni hálfleik
Icelandair
Mynd: Getty Images
„Við mættum liði sem er vel skipulagt," sagði Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu á fréttamannafundi eftir 1-1 jafnteflið gegn Íslandi í Moskvu í dag.

„Við reyndum að vinna. Við komum ákveðnir til leiks og ætluðum að vinna sterkt varnarlið Íslands. Við reyndum hvað við gátum til að vinna. Ég veit að þessi hópur hefur styrk til að standa sig vel í næsta leik. Við þurfum að finna fleiri lausnir til að skaða varnir andstæðinganna þar. "

Sampaoli var ekki ánægður með varnarleikinn hjá Argentínu í markinu sem Ísland skoraði.

„Við vorum ekki nógu fljótir að snúa vörn í sókn þar. Við náðum að bæta okkur í síðari hálfleik og láta íslenska liðinu illa í síðari hálfleik en það var með marga leikmenn í vörninni."

„Við vorum mjög hægir með boltann. Við hefðum átt að nota vinstri kantinn meira og við hefðum átt að nota Aguero meira."

Athugasemdir
banner
banner
banner