Sergio Aguero valdi sér ekki góðan tíma til þess að skora sitt fyrsta mark á HM. Hann er búinn að koma Argentínu 1-0 yfir gegn Íslandi í Moskvu.
Aguero skoraði markið á 19. mínútu eftir misheppnað skot frá miðverðinum Marcos Rojo.
Aguero skoraði markið á 19. mínútu eftir misheppnað skot frá miðverðinum Marcos Rojo.
„ARGENTÍNA BRÝTUR ÍSINN! Aguero fær sendingu inn í teiginn og nær að slíta sig frá Ragnari Sigurðssyni, taka snúning og slútta snilldarlega," skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Smelltu hér til að sjá markið á Twitter-síðu argentíska knattspyrnusambandsins.
Athugasemdir