Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 16. júní 2018 16:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stærsti íþróttamiðill Argentínu gefur Messi falleinkunn
Icelandair
Messi átti ekki sérstakan dag.
Messi átti ekki sérstakan dag.
Mynd: Getty Images
Ole stærstir íþróttamiðill Argentínu vandar ekki landsliðsmönnum þjóðarinnar kveðjuna eftir frammistöðu þeirra gegn Íslandi á HM í dag.

Ísland gerði frábærlega í því að ná jafntefli, 1-1. Argentína lá mikið á íslenska liðinu, sérstaklega í seinni hálfleiknum án þess að bæta við markafjöldann.

Í einkunagjöf sinni eftir leikinn fá nokkrir leikmenn falleinkunn, þar á meðal Lionel Messi.

Messi lét verja frá sér vítaspyrnu og fær 4 í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum.

Marcos Rojo fær 3 í einkunn og Lucas Biglia og Angel Di Maria fá 3,5. Besti maður Argentínu að mati Ole var markaskorarinn Sergio Aguero, hann fær í 7 einkunn.

Smelltu hér til að sjá einkunnagjöfina í heild sinni.

Sjá einnig:
Mourinho um Ísland: Borðað kjöt í morgunmat síðan þeir voru ungabörn



Athugasemdir
banner
banner
banner